Karfa
Upplýsingar


 Veiðisvæði vikunnar

Heiti Potturinn

 Gjafabréf


  • Veiðileyfi 2004?Licenses

Reykjadalsá í Borgarfirði


Reykjadalsá í Borgarfirði er mörgum að góðu kunn,  því Reykjadalsá er stórfiskaá. Hún á upptök sín við rætur Oks og rennur um Reykholtsdal. Áin sameinast Flókadalsá og renna þær saman í Hvítá við Svarthöfða.

Hvert útselt veiðitímabil er tveir dagar og er skipt á miðjum degi. Í Reykjadalsá eru 30 merktir veiðistaðir. Leyft er að veiða á tvær stangir allan veiðitímann og geta tveir menn skipt með sér einni stöng. Leyfilegt agn er fluga, maðkur, spónn og devon.

.  

Staðsetning: Reykjadalsá er í Borgarfirði u.þ.b. 130 km frá Reykjavík


Veiðisvæði:
Á veiðisvæðinu eru 30 merktir veiðistaðir.


Stangarfjöldi: 2 stangir.


Tímabil: 28. júní – 28. sept.

 

Veiði 2007: Um 200 laxar


Seld holl/dagar:
Hvert útselt veiðitímabil er tveir dagar og er skipt á miðjum degi.


Daglegur veiðitími:
7–13 og 16–22 (26. jún.–20. ág.)
7–13 og 15–21 (20. ág.–20. sept.)


Leyfilegt agn:
fluga, maðkur, spónn og devon

 

Hentugustu veiðitæki: Einhenda 9-10”


Bestu flugur : Gárutúbur, Collie Dog, Black and Blue og Francis.


Veiðihús:  Svokallaður A bústaður og er staðsett rétt norðaustan við félagsheimilið Logaland. Í húsinu eru tvö tveggja manna svefnherbergi og svefnloft með dýnum fyrir þrjá. Einnig er wc með sturtu, setustofa og eldunarkrókur með ísskáp, eldunarhellum og öllum helstu borð- og mataráhöldum. Við húsið er heitur pottur, veiðihúsið er ágætt en ekki allra.


Umgengnisreglur: Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma herberg/hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur. Munið ávallt að ræsta hús og hirða rusl.


Veiðibók: Liggur frammi í veiðihúsinu og er veiðimönnum skylt að skrá allan afla daglega.


 

Veiðikort til að prenta út